Upprunalega hænan á Íslandi Landnámshæna hefur fengið aðild að Slow Food Presidia

18 Dec 2020 | Icelandic

Þessi nýja staða, sem náðst hefur með sameiginlegu átaki bænda og stofnana, dregur fram gríðarlegt mikilvægi þessarar arfleifðar hænsnastofnsins til að vernda og stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika eyjarinnar

Íslenska hænan, einnig þekkt sem víkingahænsni, kom fyrst á Íslandsstrendur á 10. öld þegar landnámsmenn frá Írlandi og Noregi komu yfir Atlantshafið til að setjast að á óbyggðu eyjunni. Raunar er íslenska heitið á fuglinum landnámshæna eða „hænsn innflytjenda“. Landnámshæna dreifðist um landið og gaf aðkomufólkinu ný egg og kjöt til lífsviðurværis, en átti eftir að verða eini hænsnastofninn á eyjunni um ókomnar aldir.

„Upprunalega íslenska hænan er landkyn með ættir sem ná aftur til fyrstu landnemanna“, segir Jóhanna G. Harðardóttir samræmingaraðili framleiðenda hjá ráðinu. „Þær eru litríkar, meðalstór hænsn, fremur háfættar og léttbyggðar. Þær eru ræktaðar vegna eggjanna, því að hænsnin eru dæmigerðir frjálsir fuglar, sem standast harða veðráttu á Íslandi allt árið og verpa jafnvel yfir dimmustu árstíðina.

Landnámshænan hefur verið mikilvægur þáttur í daglegu mataræði Íslendinga fram á miðjan 8. áratuginn þegar farið var að blanda stofninn æ meira með innfluttum hænsnum sem gáfu meira af sér. Hins vegar varð fljótlega kerfislægt hlutverk hennar í íslenskri menningu tilefni gagnlegra vísindarannsókna.

„Á árunum milli 1970 og 1974 átti doktor Stefán Aðalsteinsson, erfðafræðingur og búfræðingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins frumkvæðið að því að vernda það sem eftir var af gamla íslenska hænsnastofninum,” útskýrir doktor Ólafur R. Dýrmundsson, samræmingaraðili hjá Slow Food Presidium. „Hann safnaði saman fuglum frá ýmsum landshlutum og myndaði kjarnahóp sem var allfrábrugðinn innfluttu hænsnastofnunum sem voru orðnir ráðandi í bæði eggja og kjötframleiðslu í landinu. Þessi hópur var síðan afhentur Búnaðarskólanum á Hvanneyri, sem síðar varð Landbúnaðarháskóli Íslands. Fáeinum árum síðar tóku áhugasamir bændur við verndarhlutverkinu og viðhéldu upphaflega stofninum sem Stefán hafði bjargað frá útrýmingu. Árið 2004 leiddi þetta til stofnunar samtaka þeirra sem áhuga höfðu á að viðhalda og varðveita þessa stofnarfleifð, Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna eða ERL.”

Doktor Ólafur heldur áfram: „Þetta framtak naut stuðnings árum saman hjá stofnunum á borð við Landbúnaðarháskóla Íslands, Erfðanefnd landbúnaðarins og Bændasamtök Íslands Þetta er vegna þess að eitt af einkennum íslensks landbúnaðar er varðveisla og nýting innlendra ræktaðra búfjárstofna. Fjárbúskapur, hestarækt og mjólkurframleiðsla byggjast á einum stofni hvert með nokkuð stórum stofnum, en aftur á móti er landkyn hænsna, sem fluttist til Íslands með landnámsfólki fyrir meira en 1100 árum, varðveitt í litlum hópum og er í hættu. Allir stofnar sem rekja má til landnáms (landnámskyn) eru þekktir fyrir mikla erfðafjölbreytni sem sjá má til dæmis í litafjölbreytni þeirra.“

Fæðuöryggi Íslands hefur löngum verið byggt að mestu á kjöti, mjólk og eggjum. Sem stendur er erfitt fyrir bændur að breyta hugsunarhætti sem ekki virðist kunna að meta aukið gildi lífrænnar og sjálfbærrar framleiðslu þessara fæðutegunda. „Helstu viðfangsefni ERL er að gera ljósan muninn á iðnframleiddum eggjum og eggjum frá frjálsum hænum, sem fá lífrænt fóður og eru ræktaðar á mannúðlegan hátt. Samtök okkar hafa ekki mætt skilningi af hálfu yfirvalda, sem torveldar alla vinnu og þjónustu við að fylgjast með ræktendum“, segir Jóhanna.

Í þessu samhengi boðar viðurkenning Slow Food á ráðinu (Presidium) gott fyrir framtíðina: „Með stofnun ráðsins batnar markaðssetning merktra afurða, einkum eggja því að neytendur munu veita athygli lýsandi merkingum og kunna að meta framlag lítilla staðbundinna ræktenda“, segir doktor Ólafur. „Þetta þýðir að neytendur eru líklegri til að hjálpa okkur að viðhalda og varðveita þennan kynstofn í framtíðinni og einnig að hjálpa okkur að berjast gegn erfðatæringu sem fer fram í upprunalegum hænsnastofnum um allan heim. Framtíðarvonir okkar eflast með tengslum okkar við Slow Food hreyfinguna og hugmyndafræði hennar.“

„Við, eigendur landnámshænanna erum bjartsýnn ættflokkur!“ segir Jóhanna að lokum. „Við vonumst til að koma íslenskum neytendum í skilning um að það er mikilvægt fyrir umhverfið og menningu okkar að viðhalda líffjölbreytni og þessum einstaka stofni.“

 

Nánari upplýsingar:

Sjá nánari lýsingu á Landnámshænuráðinu með upplýsingum um samhæfingaraðila og framleiðendur.

Sjá heildarlista Slow Food Presidia á Íslandi.

Slow Food Presidia styðja gæðaframleiðslu sem er í útrýmingarhættu, vernda einstæð svæði og vistkerfi, endurheimta hefðbundnar vinnsluaðferðir og tryggja upprunaleg landkyn og fjölbreytni jurta á staðnum. Næstum 600 Presidia eru sem stendur með 13.000 framleiðendur innan sinna raða.

 

Nánari upplýsingar fást hjá:

Slow Food International Press Office
Paola Nano – [email protected] +39 329 8321285
Gioia Baggio – [email protected] +39 349 9549799

Samræmingaraðili framleiðanda hjá ráðinu
Jóhanna G. Harðardóttir
Tel. +354 6993250
[email protected]

Samræmingaraðili Slow Food Presidium
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson
Tel. +354 8411346
[email protected]

 

Slow Food er alþjóðlegt net nærsamfélaga sem stofnað var 1989 til að koma í veg fyrir að staðbundin matarmenning og hefðir hverfi og vinna gegn auknu fylgi við skyndifæðismenningu. Frá stofnun hefur Slow Food breyst í alþjóðlega hreyfingu með þátttöku miljóna manna í yfir 160 löndum og vinnur að því að tryggja að allir hafi aðgang að góðu, hreinu og vönduðu fæði. Slow Food er regnhlífarsamtök sem ber ábyrgð á að leiða heildarhreyfinguna.

Change the world through food

Learn how you can restore ecosystems, communities and your own health with our RegenerAction Toolkit.

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Full name
Privacy Policy
Newsletter