Slow Food Masterclass: Matargerðarupplifun Chefs’ Alliance í Kraká

19 Apr 2019 | Icelandic

Kraká (Póllandi) er gestgjafi evrópskra matreiðslumanna frá Chefs’ Alliance Slow Food frá apríl og fram í nóvember þar sem þeir munu starfa samkvæmt gildum Slow Food hreyfingarinnar. Þeir munu matreiða á bestu veitingahúsum borgarinnar við hlið matreiðslumanna frá staðnum og skiptast þannig á reynslu og sjálfbærri nálgun á matargerðarlist.

Chefs’ Alliance Slow Food eru heimssamtök matreiðslumanna og kokka sem fylgja meginreglunum um góða, hreina og sanngjarna matargerðarlist. Chefs’ Alliance samanstendur af yfir 1.100 matreiðslumönnum frá fimm heimsálfum.

Nokkrir þessara evrópsku matreiðslumanna munu koma til Kraká en borgin var útnefnt matarmenningarhöfuðborg Evrópu 2019 af European Academy of Gastronomy.

Allir matreiðslumennirnir munu taka þátt í matreiðslusmiðju ásamt matreiðslumönnum frá staðnum og bjóða upp á kvöldverðarupplifun ásamt:

Gísli Matthías Auðunsson (Íslandi) – 25.04 á veitingahúsinu Biała Róża

Tiziana Tacchi (Ítalíu) – 18.06, á veitingahúsinu Bianca

Christophe Lancon og Jérome Koehler (Frakklandi) – í síðustu vikunni í júní, staðsetning er óákveðin

Peter McKenna (Skotlandi) – 26.09, á veitingastaðnum Na Pole

Luka Lubke og Barbara Stadler – 5.11, staðsetning er óákveðin

Sérstakur viðburður verður haldinn í lok nóvember/byrjun desember fyrir matreiðslumanninn sem vinnur keppnina „Food is Culture“. Gestgjafi sigurvegarans verður veitinga- og viðburðastaðurinn Szara Gęś.  Samkeppnin Food is Culture er með matreiðslumönnum frá Svíþjóð og Ítalíu sem þurfa að standa vörð um og kynna matreiðsluarfleifð með því að búa til uppskriftir sem eru innblásnar af Evrópuári menningararfleifðar og vinnu Slow Food við að vernda líffræðilegan fjölbreytileika.

Viðurkenningin matarmenningarhöfuðborg Evrópu er frábært tækifæri fyrir Kraká til að kynna matargerðarlist borgarinnar með margvíslegum hætti“ sagði Elżbieta Kantor, framkvæmdastjóri ferðamannadeildar ráðhússins í Kraká. „Þar á meðal er líka heimspeki Slow Food, sem er okkur sérstaklega dýrmæt þegar kemur að því að kynna frábæra matargerðararfleifð borgarinnar okkar, hefðbundnar staðbundnar og svæðisbundnar vörur og mikilvægi hágæða matvæla og sjálfbærrar matreiðslu. Ég er í engum vafa um að samstarfið á milli meðlima Chefs‘ Alliance og matreiðslumanna frá staðnum muni stuðla að betri skilningi á heimspeki Slow Food og matargerðarhefðum í Kraká.“

Slow Food hefur unnið að því frá árinu 2009 að koma á fót samstarfsneti matreiðslumanna til að stuðla að sjálfbærum matvælum um allan heim“ sagði Michela Lenta, alþjóðafulltrúi Slow Food fyrir Austur-Evrópu. „Matreiðslumenn eru mikilvægur hlekkur í sjálfbærni fæðuframboðskeðjunnar. Þeir hafa áhrif á framleiðslu með því að velja staðbundnar, hágæðavörur og hafa mikilvæga rödd í matarþróun: þeir geta breytt neysluvenjum sem eru skaðlegar heilsu okkar eða umhverfinu. Þeir túlka sögu og vistkerfi svæða sinna með færni sinni og sköpunargáfu og styðja við staðbundna framleiðendur sem fylgja heimspeki Slow Food um góða, hreina og sanngjarna fæðu og vekja á sama tíma neytendur til umhugsunar um hlutverk okkar við að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta samstarf mun leika lykilhlutverk í því að styrkja sambönd og tengsl á milli matreiðslumanna sem deila sama markmiði: standa vörð um líffræðilegan og menningarlegan fjölbreytileika fæðunnar okkar.“

Finna má ítarlegar upplýsingar um verkefnið á Facebook á “Slow Food Masterclass Kraká”.

Höfuðstöðvar Slow Food, 19/04/19

Frekari upplýsingar má fá hjá:

Fulltrúa Slow Food í Kraká – Szymon Gatlik [email protected]

Alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Slow Food: [email protected]

Slow Food  eru alþjóðleg grasrótarsamtök sem sjá fyrir sér heim þar sem allir hafa aðgang að og geta notið matar sem er góður fyrir þá, góður fyrir þá sem rækta hann og góður fyrir plánetuna. Yfir ein milljón aðgerðasinna, matreiðslumanna, sérfræðinga, ungs fólks, bænda, sjómanna og fræðimanna í yfir 160 löndum taka þátt í Slow Food.

Slow Food Chefs‘ Alliance. Chefs’ Alliance Slow Food er víðtækt samstarfsnet matreiðslumanna sem hafa einsett sér að kynna og elda úr vörum frá Presidia og öðrum matvælasamfélögum og starfar í 24 löndum (Albaníu, Argentínu, Belgíu, Brasilíu, Burkína Fasó, Kanada, Kólumbíu, Kúbú, Ekvador, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Indlandi, Ítalíu, Kenýa, Marokkó, Mexíkó, Hollandi, Rússlandi, Suður-Afríku, Úganda, Bretlandi, Úkraína og Bandaríkjunum). Mörg veitingahús, pizzastaðir og osterias hafa nýlega gengið til liðs við verkefnið en samstarfsnetið fer sístækkandi og tekur til starfa í fleiri löndum.

Change the world through food

Learn how you can restore ecosystems, communities and your own health with our RegenerAction Toolkit.

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Full name
Privacy Policy
Newsletter