Norðurlöndin Eru á Leiðinni til Ítalíu á Terra Madre Salone del Gusto

05 Sep 2018 | Icelandic

Ráðgert er að sendinefnd með um 90 manns taki þátt í mikilvægasta alþjóðlega viðburðinum um matarmenningu.

Terra Madre Salone del Gusto, sem haldinn er í 12. sinn af Slow Food í samstarfi við Piedmont-hérað og Torínóborg, fer fram í Torínó, Ítalíu, dagana 20. til 24. september 2018. Yfir 5,000 fulltrúar frá 140 löndum, yfir 800 sýningaraðilar, 300 Slow Food Presidia, og 500 Terra Madre matarsamfélög munu koma saman í Torínó.

Fulltrúarnir frá DanmörkuFæreyjum, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, og Álandseyjum koma fram fyrir hönd víðfeðms landahóps sem þrátt fyrir það deila mörgum af sömu vandamálum (t.d. mikillar stöðlunar í fæðukeðjunni), en einnig matarnýsköpun og þekkingu innfæddra. Þar sem nóg er af landfræðilegum hindrunum til að sigrast á hjálpa alþjóðlegir viðburðir eins og 7. ráðstefna Slow Food International í Chengdu í Kína við að stuðla að samstarfi sem, leiddi í ár til Terra Madre Nordic 2018 viðburðarins í Kaupmannahöfn. Á viðburðinum bjuggu fulltrúar Norðurlandanna til Stefnuskrá Slow Food fyrir Norðurlöndin. Um Terra Madre Salone del Gusto, Katrine Klinken, samræmingarstjóri og alþjóðafulltrúi fyrir norðurálfu, segir, „ég er gríðarlega stolt af því að vera hluti af alþjóðanetinu Slow Food og koma fram fyrir hönd sendinefndar sem tekur þátt í Terra Madre Salone del Gusto 2018. Breytingar með mat er þema viðburðarins í ár og ég er viss um að með því að skiptast á hugmyndum og ræða saman við fólk með mismunandi menningu, tungumál og venjur munum við öll snúa frjórri heim með endurnýjaðan eldmóð fyrir því sem við gerum og skapa betri framtíð fyrir plánetuna okkar.“

Alþjóðlegi Markaðurinn, í Lingotto Fiere og Oval, mun bjóða upp á og selja vörur frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Frá Danmörku kemur verðlaunaði súkkulaðiframleiðandinn Mikkel Friis-Holm. Noregur mun kynna fjórar Slow Food Presidia: Jan Naerø er fulltrúi síðasta fyrirtækisins í Noregi sem enn notar handsöltun og handreykingu við gerð á Saltaðri og Reyktri Sunnmøre Síld; Villsau sauðfjárræktarsambandið mun kynna norsku villsau (villisauðfé), eitt elsta sauðfjárkynið í Norður-Evrópu; litla mjólkursamsalan Undredal Stølsysteri býr til Artisanal Sognefjord Geitost; og Pultost Innlandet SA, samstarf ostagerðamanna, framleiðir Pultost frá fylkjunum Hedmark og Oppland, en það er súrostur án hleypis sem er aðeins búinn til úr mjólk frá býlum framleiðendanna. Frá Svíþjóð, munu síðustu frumbyggjar Evrópu, Samar, sýna tvær Presidia úr hreindýrakjöti Suovas og Gurpi.

Á Alþjóðlega Markaðinum verður svæði tileinkað Terra Madre eldhúsum, þar sem matreiðslumenn frá fjórum heimsálfum munu búa til upprunalega rétti með afurðum úr heimalöndum sínum. Frá Norðurlöndunum:

  • Finnsk-filipeyski matreiðslumaðurinn Menchel Pullinen mun bræða sama arfleifð sína og bjóða upp á finnskt rúgbrauð og ceviche að hætti Filipseyja.
  • Mikael Møller frá Kuannit-flóa á sunnanverðu Grænlandi kemur með þorsk, paarnat ber og staðbundnar kryddjurtir.
  • Frá Íslandi, meðlimir Chefs’ Alliance á Íslandi munu elda saman: Komið og hittið Gísli Matthías Auðunsson og Moran Euan.
  • Niel-Henning Nesje og Bjarte Finne frá Noregi munu varpa hulunni af matargerðarmöguleikum eins elsta sauðfjárkyns í Skandinavíu, Villsau.

Í ár mun hjartað í Terra Madre Salone del Gusto verða #foodforchange þemasviðin: Slow Food hefur mótað fimm aðalþemu (Slow MeatSlow FishFræMatvæli og heilbrigði, og Býflugur og skordýr). Hér er listi yfir alla viðburði og þemasvið þar sem sendinefnd Norðurlandanna kemur við sögu:

Slow Meat

Johan Widing, vistræktarbóndi frá Svíþjóð, sem ræktar ótrúlega fjölbreytar tegundir mun taka þátt í Terra Madre Forum Gæðabúskapur – Svín (22. september klukkan 16.00. – TTorino Lingotto Fiere), hvar hann mun ræða um dýravelferð sem ræktandi sænska Linderöd svínsins.

Sem eigandi hæna sem verpa eggjum fyrir Noma veitingastaðinn í Kaupmannahöfn mun Johan einnig tala á Terra Madre Forum Egg: Hver skal velja og af hverju (24. september klukkan 11.00Torino Lingotto Fiere).

Slow Fish

Sem meðlimur Chefs’ Alliance á Íslandi og eigandi fjölskylduveitingahússins Slippurinn í Vestmannaeyjum mun Gísli Matthías Auðunsson halda Bragðlaukavinnusmiðjuna Bragð af Íslandi: Óvélvæddar Veiðar og Matreiðslumenning (21. september klukkan 16.00 – Torino Lingotto Fiere).

Smørrebrød: Þessi klassíski danski réttur, sem búinn er til með sneið af smurðu dökku rúgbrauði, er með endalausa áleggsmöguleika. Almenningi gefst kostur á með Katrine Klinken, alþjóðafulltrúa Norðurlandanna, að smakka nokkra af þeim í Bragðlaukavinnusmiðjunni Danmörk: Ástríða Fyrir Smørrebrød! (20. september klukkan 16.00 – Torino Lingotto Fiere).

Hardy Jensen og Mathilde Höjrup Autzen frá dönsku útgerðinni og Slow Food Presidium í Thorupstrand, munu kynna áhugaverð stjórnunarlíkön, sem hafa með góðum árangri laðað að ungt fólk að litla, sjálfbæra, fiskiðnaðinum á Norður-Jótlandi.

Heikki & Kaisu Nikula, frá Finnlandi, munu taka þátt, sem meðlimir SnowChange Cooperative, samstarfsnets grenndar- og frumbyggjamenningar um allan heim og stórs áhrifavalds á sviði stefnumótunar og rannsókna á alþjóðlegum loftslagsmálum og frumbyggjastefnumótunar, í Terra Madre Forum Loftslagsbreytingar: Frumbyggjar í Hættu (20. september klukkan 16.00 – Torino Lingotto Fiere).

Aud Slettehaug mun taka þátt í umræðum um eina af skaðlegustu matvælategund Noregs, eldislax, í Terra Madre Forum Lax Meðhöndlaður Sem Kjúklingur (20. september kl. 14.00 – Torino Lingotto Fiere).

Matvæli og Heilbrigði

Eija Tarkiainen og Anne Murto úr finnsku sendinefndinni, munu miðla af þekkingu sinni um andlega og læknisfræðilega eiginleika villtra jurta og sveppa. Eija mun tala á Terra Madre Forum Matvæli, Heilbrigði og Andleg Mál (21. september klukkan 14.00 – Torino Lingotto Fiere) og Anne mun taka þátt í Terra Madre Forum Lækningalauf, Jurtir, Þörungar og Sveppir (24. september klukkan 14.00 – Torino Lingotto Fiere).

Fyrir utan þemasviðin mun sænski matvælafrumkvöðullinn, bóndinn og talsmaður vistræktunar, Anders Westberg, taka þátt í Terra Madre Forum Stytting á Aðfangakeðjunni (21. september klukkan10.30 – Torino Lingotto Fiere), en þar gefst almenningi kost á að heyra um reynslu hans af samfélagslandbúnaðarkerfum, einkum hinu finnska REKO.

Jarðræktarfræðingurinn Tina Unger frá Danmörku, sem vinnur með korn og bjórframleiðslu hjá Herslev Bryghus, mun ræða um óréttlæti í fæðukeðjunni á Terra Madre Forum Frá Túni til Veitingastaða, Kraftur til Kvenna! (20. september klukkan 16.00 – Torino Lingotto Fiere).

Aud Slettehaug frá Noregi mun ræða um mjög áhugaverðan hluta í matargerðarlist Noregs og matarmenningu, sem stundum vill gleymast, í Bragðlaukavinnusmiðjunni Norskir Ostar úr Ógerilsneyddri Mjólk, Eplasafi og Kveik-bjór (23. september klukkan 15.00 – Torino Eataly).

Á kvöldverðarstefnumótinu Túnsúra, Skessujurt, Þang og Saltaður Þorskur: Hið Íslenska Nouvelle Vague (23. september klukkan 20.30 – Torino Eataly), þátttakendur fá að njóta fullrar íslenskrar máltíðar eldaðrar af Gísla Matthíasi Auðunssyni.

Á Terra Madre Salone del Gusto í ár verður komið á samstarfi á milli University of Gastronomic Sciences í Pollenzo og Terra Madre Network undir heitinu „Diffused University“. Háskólamenn alls staðar úr heiminum munu þyrpast til Torino Lingotto og þar á meðal verður norski fræðimaðurinn og Slow Food meðlimurinn Pål Drønen. Með hjálp fylkisstjórnarinnar í Hordalandi hefur hann sett saman fyrstu námsleiðina á háskólastigi sem er tileinkuð matargerðarlist og matarmenningu. Nú í september munu 15 nemendur við Hjeltnes garðyrkjuskólann verða þeir fyrstu sem hefja nám við þessa 120-eininga háskólagrein einkennist af og byggist á hugmyndafræði Slow Food.

Bragðlaukavinnusmiðjur og matreiðsluskólar eru viðburðir gegn endurgjaldi og er hægt að kaupa þá á netinu; Terra Madre þemafundirnir eru á vegum fulltrúa samstarfsnetsins og eru opnir almenningi eftir því sem húsrúm leyfir. Smelltu hér til að fá lista, sem stöðugt er uppfærður, yfir viðburði í boði.

Katrine Klinken – alþjóðafulltrúi fyrir Norðurlöndin

[email protected]

Fjölmiðlaskrifstofa Terra Madre Salone del Gusto 2018

Slow Food, +39 329 83 212 85 [email protected] – Twitter: @SlowFoodPress

Piedmont hérað, +39 011 432 2549 – [email protected]

Torínóborg, +39 011 011 21976 – +39 342 1100131 – [email protected]

Til að óska eftir blaðamannapassa skaltu smella hér.

Terra Madre Salone del Gusto er viðburður á vegum Torínóborgar, Slow Food og Piedmont-héraðs í samstarfi við MIPAAF (landbúnaðar- matvæla- og skógræktarráðuneytis Ítalíu). Er í boði fjölmargra styrktaraðila, þar á meðal opinberra samstarfsaðila, GLEvents-Lingotto Fiere, IREN, Lavazza, Lurisia, Parmigiano Reggiano, Pastificio Di Martino og Quality Beer Academy; með hjálp Compagnia di San Paolo, Fondazione CRT-Cassa di Risparmio di Torino, Associazione delle Fondazioni di Origine Bancaria del Piemonte, og Coldiretti; og framlagi IFAD, Evrópusambandsins og CIA (Confederazione Italiana Agricoltori).

Slow Food eru alþjóðleg grasrótarsamtök sem sjá fyrir sér heim þar sem allir hafa aðgang að og geta notið matar sem er góður fyrir þá, góður fyrir þá sem rækta hann og góður fyrir plánetuna. Yfir ein milljón aðgerðasinna, matreiðslumanna, sérfræðinga, ungs fólks, bænda, sjómanna og fræðimanna í yfir 160 löndum taka þátt í Slow Food.

Change the world through food

Learn how you can restore ecosystems, communities and your own health with our RegenerAction Toolkit.

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Full name
Privacy Policy
Newsletter